föstudagur, 15. júní 2007

Ísfólksgetraun - 9. spurning

Hver eru það sem slást hér, hvers vegna og úr hvaða bók er þetta?

"Hann komst fljótt að því, að [X] var illkvittnari og erfiðari viðureignar en nokkur stúlka, sem hann hafði kynnst. Hér var ekki verið að tala um neitt jafnómerkilegt og hnefahögg í bakið, ó, nei! Maðurinn veinaði af sársauka, þegar hún læsti tönnunum í langan vöðvann, sem liggur frá hálsi til axlar, með hinni hendinni togaði hún í hár hans og hnykkti höfðinu aftur á bak, svo að hann starði beint upp í himininn - og svo sparkaði hún sífellt í sköflunginn á honum, svo að hann var sannfærður um, að hann væri marinn og blóðugur. Og stanslaust veinaði hún hástöfum á hjálp, og orðavalið hefði ekki hljómað vel í eyrun á presti."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli