miðvikudagur, 13. júní 2007

Sölvabakkasystur eru komnar með níu stig og Mummi líka þannig að þau eru orðin jöfn í efsta sæti (sjá hægri dálkinn á síðunni). Nú er þetta virkilega að verða spennandi.

Þetta er svo harðsnúið fólk að getraunin sem átti bara að verða saklaus og einföld skemmtun virðist vera á góðri leið með að leggja líf sumra undir sig, þar á meðal mitt þar sem ég fer að verða í megnustu vandræðum með að semja nógu erfiðar spurningar. Hefði e.t.v. verið réttast að hafa keppnina tvíþætta: annars vegar fyrir byrjendur, hins vegar fyrir atvinnumenn?!

Kannski hef ég næstu spurningu í léttari kantinum svo þátttakendur geti sofið rólegir í nótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli