sunnudagur, 23. desember 2007

Til upplýsingar

Matarlystin birtist blessunarlega aftur á fimmtudaginn. Ég var verulega fegin, enda ekki vön að vera týpan sem notar gaffalinn bara til að færa matinn fram og til baka á disknum.

Ég er komin norður, búin að skera laufabrauð, er að fara að festa upp keðjuna sem var föndruð fyrir sennilega hátt í aldarfjórðungi (er ég virkilega svo gömul?) og það er jafnvel farið að örla á jólaskapi. Snjóinn vantar að vísu enn en það stendur vonandi til bóta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli