miðvikudagur, 19. desember 2007

Lýst eftir lyst

Lýst er eftir matarlyst. Hún var flæmd á brott af flensuóféti fyrir viku og hefur ekki sést síðan. Skilvísir finnendur eru vinsamlegast beðnir að vísa henni veginn heim til mín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli