miðvikudagur, 30. apríl 2008

Margprjónaða peysan

Í fyrradag var ég búin að prjóna rúmlega hálfa lopapeysuermi og bolinn upp að handvegi.

Sama dag rakti ég upp ermina því ég hafði klúðrað útaukningunni.

Í gær rakti ég upp allan bolinn því ég var með alltof margar lykkjur á prjóninum.

Það verður spennandi að sjá hvað mér tekst að prjóna sömu peysuna oft áður en yfir lýkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli