miðvikudagur, 23. júlí 2008

Hjólavesen

Fyrir tveimur vikum fékk ég hjólið mitt úr viðgerð eftir alllanga bið - mér til mikillar gleði.

Gleðin varð ekki nógu langvinn því fyrir viku sprakk á hjólinu að aftan. Sem betur fer fékk ég snarlega gert við það og þóttist hafa himin höndum tekið á ný.

Á mánudaginn sprakk aftur að aftan.

Eins og nærri má geta er ég ekki fyllilega sátt við þetta. Vægast sagt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli