fimmtudagur, 17. júlí 2008

Skæri

Um þessar mundir stunda ég það töluvert að ráðast á eitthvað með skærum. Hártoppinn í gærkvöld, böndin á bolnum mínum í dag ...

Hvað verður það næst? Þróunin gæti orðið ógnvænleg.

Annars er ég ekkert sérlega ofbeldishneigð. Þótt ég hafi næstum hjólað niður svartan kött um daginn var það óviljandi og þar að auki kettinum að kenna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli