föstudagur, 18. júlí 2008

Ferðast í bókum

Ég er full af ferðaþrá en kemst lítið frá Reykjavík á næstunni. Verð að láta nægja að ferðast í huganum.

Undir þessum kringumstæðum (og ótalmörgum öðrum) eru bækur fyrirtaks hjálpargögn.

Margt verra en að lesa vegaljóð Ingunnar Snædal og 101 Ísland eftir Pál Ásgeir í bland. (Þessar tvær bækur eiga reyndar glettilega margt sameiginlegt, þrátt fyrir að falla bara óbeint í sama flokk: huglægar hringleiðir með topptíulistum.) Svo er upplagt að bæta Fjallvegum í Reykjavík við til að gefa nýja sýn á nánasta umhverfið.

Flottar ferðahandbækur, hver á sinn hátt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli