miðvikudagur, 29. maí 2002

Loksins tókst mér að koma einhverju inn á þessa blessaða síðu; reyndi stöðugt í vinnunni en ekkert gekk, tölvan var með endalausa stæla. Nú er ég hins vegar komin heim eftir keiluferð starfsmannafélagsins. Lagði mig alla fram um að reyna að útvega liðinu mínu skammarverðlaunin en tókst ekki; aðrir í liðinu gátu of mikið. Ég var meira að prófa alla möguleika á að koma kúlunni í rennurnar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli