þriðjudagur, 23. júlí 2002

Leysti hádegisverðarvesenið að þessu sinni með því að fara í besta bakaríið í bænum sem er örskammt frá vinnustaðnum. Þar borðaði ég ágætis brauð en kaffivélin var í verkfalli þannig að ég gat ekki fengið cappuccino-ið sem mig var búið að dreyma um í allan morgun. Þótt það væri mikil mæða var þetta þrátt fyrir allt minna áfall en ég varð fyrir á mánudagsmorguninn í síðustu viku þegar ég kom þarna við á leiðinni í vinnuna (einu sinni sem oftar) og ætlaði að fá mér cappuccino til að taka með. Þá var reyndar í lagi með vélina, en pappamálin voru búin þannig að maður gat ekki tekið kaffið með sér. Það var mjög slæm byrjun á vinnuvikunni.

Cappuccino er annars vandræðaorð. Er ekki annars kominn tími til að reyna að vinna heitinu froðukaffi fylgi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli