föstudagur, 30. ágúst 2002

Það er greinilega að koma haust. Síminn hjá mér er ósjaldan búinn að hringja síðustu dagana: fólk að athuga hvort ég geti tekið að mér hlutastörf, afmörkuð verkefni, eina og eina próförk og svo framvegis. Þótt mér veiti ekki af aukavinnu (vantar pening) hef ég oftast orðið að segja nei, því ég er smám saman að gera mér grein fyrir því að það komast ekki fleiri en 24 tímar fyrir í sólarhringnum. Hef reyndar að baki áralangar tilraunir í að fjölga þeim en þær hafa því miður engan árangur borið.
Labbaði þó inn á orðabókardeild áðan og bauðst til að taka próförk að nokkrum síður þar – einhvers staðar verður maður að fá útrás fyrir allra afbrigðilegustu tilhneigingarnar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli