laugardagur, 7. september 2002

Þá er ansi löng blogghvíld að baki í bili. Ástæðurnar?
1) Annir í vinnunni
2) Skortur á netsambandi.
3) Andleysi.

Nánari ástæður fyrir lið 2):
a) Er búin að vera „í láni“ inni á orðabókardeild í vikunni og kemst ekki á netið í tölvunni þar (en hefði hvort eð er varla haft tíma til að blogga).
b) Innhringisambandið við Reiknistofnun (sem ég nota heima) hefur verið í misgóðu lagi, mér til óánægju og óyndisauka.

Auk þess er að renna upp sá tími ársins þegar ég hef svo mikið að gera við að gera athugasemdir við það sem aðrir skrifa að ég verð hálfófær um að tjá mig sjálf. Tóm í hausnum fyrir og eftir vinnu, og í mestu vandræðum með að koma út úr mér óbrenglaðri setningu!

Þannig að ég get ekki lofað bloggdugnaði á næstu vikum. Stefni samt auðvitað að bót og betrun. :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli