föstudagur, 11. október 2002

Er að fá hálsbólgu eða einhvern fjandann, sem gerði reyndar líka vart við sig í gærkvöld og fyrrakvöld og kvöldið þar á undan. Blessunarlega hefur koníaksdreitill fyrir svefninn haldið aftur af þessum fjára enn sem komið er, þannig að ég er sem betur fer ekki farin að nálgast Fílamannslúkkið sem afmælisbarn dagsins gerði að umfjöllunarefni í gær, enda hef ég ALLS EKKI tíma til að verða veik, þarf að vinna, vinna, vinna og vinna meira (er ég ekki dæmigerður Íslendingur?!) auk þess sem félagslífið er með virkasta móti þessa dagana. Skemmtikvöld Múrsins í kvöld, þrítugsafmæli hjá Guðnýju frænku minni á morgun – af hverju gerist alltaf allt í einu? Ég hef í fyrsta lagi tíma til að verða veik í nóvember, en nú finn ég að eitlarnir eru farnir að stækka aftur. Hrmpf! Er nokkuð til ráða nema staupa sig svolítið og elda svo mat með óheyrilega miklum hvítlauk?!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli