miðvikudagur, 20. nóvember 2002

Í lagasafninu má rekast á ýmislegt skrýtið og skemmtilegt, til dæmis var ég að komast að því að í gildi eru lög um ostrurækt sem voru sett árið 1939! Alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt! Meðal fleiri skemmtilegra lagaheit eru lög um köfun, nr. 31/1996, og lög um áveitu á Flóann, nr. 68/1917. Lagasafnið í stafrófsröð er annars að finna hér, vanti einhvern eitthvað að lesa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli