fimmtudagur, 5. desember 2002

Ég hef tekið gleði mína á ný! Það sem eftir er dagsins mun ég ekki einu sinni láta þetta andstyggilega, viðbjóðslega, ógeðslega veður á mig fá. Hjörtur tók nefnilega upp Bráðavaktina í gær og býðst til að lána mér spóluna. Boðið er þegið með þökkum og ég mun gera mér ferð í Nýja-Garð áður en langt um líður. Geðheilsunni er bjargað (í bili)! :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli