fimmtudagur, 5. desember 2002

Nú er ég miður mín! Var að koma heim og ætlaði að fara að horfa á Bráðavaktarþátt kvöldsins sem ég taldi mig hafa tekið upp. Glöð og kát og vongóð og full tilhlökkunar og ég veit ekki hvað. Þangað til í ljós kom að „einhver“ hefur klúðrað málunum (einhver lesist ég)! Ég sem var búin að stilla vídeóið svo rækilega – en svo gleymdist greinilega að ýta á þennan eina takka sem þarf að snerta allra síðast til að gera tímastillinn virkan. Þetta er ekki bara hræðilegt – þetta er skelfilegt! Bráðavaktin er á áttunda ári og þeir þættir sem ég hef misst af eru áreiðanlega ekki mikið fleiri en svo að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Held meira að segja að ég hafi ekki misst af einum einasta þætti í allavega þrjú ár! (Já, ég veit, stundum er ég svolítið manísk!). Þetta er verra en að missa tíu sinnum af strætó! Á eftir strætó kemur annar strætó sem er í raun endurtekið efni (sama leiðin ekin), en sjónvarpið hefur ekki ennþá uppgötvað að það væri gáfulegt að endursýna Bráðavaktina. Þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi – sem sagt óþolandi. Áfallahjálp óskast!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli