miðvikudagur, 4. desember 2002

Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða o.fl. verður á laugardaginn. Það verður óheyrilega gaman – minni íslensku- og sagnfræðinörda og annað gott fólk á að skrá sig strax! T.d. hér. Ætli það sé ekki best að skella auglýsingunni bara hérna inn:

Laugardaginn 7. desember næstkomandi verður jólarannsóknar­æfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðinga­félagsins og Reykja­víkur­akademíunnar haldin. Að þessu sinni verður hún í Kaffileikhúsinu í Hlað­varpanum.

Fyrirlesari á æfingunni verður Guðrún Nordal og erindi hennar nefnist „Egill, Snorri og Plús Ex“.

Húsið verður opnað kl. 18 og byrjað á fordrykk, en borðhald hefst kl. 19. Á borðum verða tíu gerðir af tapas-smáréttum, þar á meðal humarhalar í hvítlauksbrauði, grillaðar nautalundir, rækjur í chili og parmaskinka með melónu og piparrót. Eftirréttur er einnig innifalinn.

Undir lok borðhalds má búast við óvæntum uppákomum en þar á eftir tekur við suðræn sveifla; Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi til klukkan eitt.

Skráið ykkur sem fyrst hjá Ernu Erlings­dóttur (ernae@hi.is, s. 562-8808, 865-6792) eða Halldóru Björt Ewen (halldoe@hi.is, s. 551-0675, 895-0675).

Miðar verða seldir í Árnagarði kl. 12-13 fim. 5. des. og fös. 6. des., og síðan við innganginn. Á báðum stöðum verður einungis tekið við reiðufé. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Félags íslenskra fræða (nr. 311-26-51099, kt. 491199-2029). Miðaverð er 4500 kr (fordrykkur + matur + ball). Einnig er hægt að mæta á ballið eingöngu og kostar það 1500 kr.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli