fimmtudagur, 24. júlí 2003

Arg ... Ekki nóg með að kommentakerfið mitt sé í klessu – eða kommentakerfin, ShoutOut-ið er í verkfalli, og Enetation sem ég var með tilbúið til vara er líka búið að vera í kasti; nú er ég búin að skella inn Haloscan sem vara-vara-kerfi, en ég vil ekki týna öllum gömlu kommentunum. En allavega, það eru ekki bara kommentin sem eru í klessu, heldur fjandans Blogger líka, hann birtir allavega engar færslur hjá mér núna. Það er greinilega ekki minn dagur í dag. Mér er skapi næst að fara heim og breiða upp fyrir haus, en það er þetta með pappírshaugana á skrifborðinu mínu ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli