föstudagur, 22. ágúst 2003

Hvort er betra: stundarbrjálæði eða meðvitaður brotavilji?
Málsatvik eru þessu: Eftir tveggja daga umhugsun fór ég og keypti skóna sem voru næstum orðnir hluti af slysainnkaupunum í fyrradag. (Flokkast sandalar með átta sentímetra pinnahæl ekki örugglega undir nauðsynjar?) Þegar ég kom aftur í vinnuna og sýndi Siggu nýju fínu skóna mína fékk ég mikinn og góðan stuðning – en hún benti mér samt á þá óþægilegu staðreynd að eiginlega hefði verið betra að kaupa þá um leið og allt hitt. Þá gæti ég nefnilega kennt um stundarbrjálæði. Núna hefði ég hins vegar tekið yfirvegaða ákvörðun um verknaðinn sem væri svolítið ískyggilegra. Það lýsti nefnilega sérdeildis meðvituðum brotavilja. Jafnvel einbeittum sérdeilis meðvituðum brotavilja.
Þessu get ég ekki neitað . Viðurkenni glæpinn – jafnvel fúslega. Veit líka að refsingin verður ekki umflúin. Vísa-reikningurinn á ekki eftir að gufa upp.
Nú vantar mig bara gott tækifæri til að nota skóna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli