föstudagur, 8. ágúst 2003

Jóna Finndís, vinkona mín, var að flytja upp í Grafarholt – af öllum stöðum. Hún er búin að bjóða mér í mat í kvöld, og ég hlakka mikið til, en er þó ekki laus við áhyggjur. Ferðalagið krefst nefnilega umtalsverðrar skipulagningar, allavega ef maður ferðast bara um á tveimur jafnfljótum og með stóru, gulu bílunum. Blessunarlega er þó ljóst að ég rata á staðinn, því Jóna Finndís hélt afbragðs innflutningspartí fyrir nokkru síðan og mér tókst bæði að komast þangað og aftur til byggða – en ég get því miður ekki endurnýtt ferðaplanið síðan þá, af ýmsum ástæðum, þannig að ég þarf að gera nýtt. Einfaldast væri að fara beint úr vinnunni, en ég var ekki nógu forsjál í morgun og neyðist því til að fara heim fyrst. En ég er búin að föndra nákvæma áætlun sem er svo nördaleg að hún hlýtur að eiga eftir að virka (ó, hvað ég er bjartsýn!).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli