miðvikudagur, 3. desember 2003

Utanviðsigheit mín er trúlega að keyra úr hófi fram. Ég vinn á þriðju hæð í húsi einu við Austurvöll. Athugið: þriðju hæð. Áðan gekk ég inn í húsið, upp stigann, upp, upp, upp, inn úr stigaganginum – og uppgötvaði að ég var á fjórðu hæð. Endurtakist: fjórðu. Í staðinn fyrir þriðju. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta gerðist lika í síðustu viku. Getur þetta endað öðruvísi en með ósköpum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli