miðvikudagur, 3. mars 2004

Meira um samsettar myndir: DV virðist mjög farið að leggja það í vana sinn að hafa samsettar myndir á forsíðunni. Á mánudaginn gerðist það aftur. Þá var reyndar tekið fram að myndin væri samsett – en ekki tók ég eftir því þegar ég sá blaðið. Frétti af þessu eftir á, skoðaði blaðið þá aftur og fann tilkynninguna á endanum. Hún var á hlið úti í jaðri með smáum stöfum. Maður þurfti virkilega að leita að henni. Frekar litlar líkur á að fólk ræki augun í hana. Ákaflega lítið skárra en skandallinn um helgina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli