föstudagur, 26. nóvember 2004

Skapandi jólaföndur skjaladeildar - 1. hluti

Spuni með staðbundin aðföng í samvinnu nokkurra aðila.
Framkvæmist að kvöldlagi þegar smávegis hlé er á vinnunni.
 1. Vínberjaklasi tekinn úr ísskápnum.
 2. Vínberin étin.
 3. Greinin látin standa upp á endann, t.d. með því að stinga henni í glas. Þá er orðið til jólatré.
 4. Stjarna klippt út úr því sem hendi er næst. Poki undan piparkökum (rauði hlutinn) hentar t.d. vel.
 5. Stjarnan heftuð á toppinn á trénu.
 6. Pakkabönd - gjarnan rauð - klofin eftir endilöngu.
 7. Böndin hnýtt utan um sykurmola (frjáls fjöldi). Þetta eru augljóslega jólapakkar.
 8. Pökkunum raðað kringum jólatréð.
 9. Afgangurinn af böndunum krullaður og jólatréð skreytt.
 10. Gulir miðar (post-it) dregnir fram.
 11. Stjörnur klipptar út úr þeim hluta miðanna sem límið er á.
 12. Stjörnurnar límdar á nokkra greinarenda trésins.
Næstu daga má halda áfram að bæta við skrautið, t.d. með því að föndra poka úr pappír utan af konfektmolum og hengja þá á tréð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli