mánudagur, 24. janúar 2005

Fólk hefur lengi keppst við að telja mér trú um að ég verði gömul í dag. En mér finnst ég bara degi eldri en í gær - og þótt ég teljist vera orðin þrítug núna finnst mér það bara engin breyting. Á sínum tíma fannst mér pínu skrýtið að verða tvítug - og líka tuttugu og fimm - hvort tveggja virkaði aðeins of fullorðinslegt. En mér finnst bara fínt að vera orðin þrítug. Er kannski sérlega óhóflegt fullorðinseinkenni að finnast þrítugsafmælið ekkert stórmál?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli