föstudagur, 29. nóvember 2002
fimmtudagur, 28. nóvember 2002
þriðjudagur, 26. nóvember 2002
mánudagur, 25. nóvember 2002
Nú er ég alveg ringluð! Hjörtur segir að það sé steikt hvernig ég nái að skrifa eins og ég tali – og ég veit ekkert hvað hann meinar! Ég er reyndar vön alls konar kommentum um það hvernig ég tala, en engin þeirra geta mögulega átt við hér. Einu sinni fékk ég reglulega að heyra hvað ég væri smámælt (eins og ég hafi ekki vitað af því) en eftir því sem ég varð eldri varð fólki smám saman sama um það. Eða hætti að láta á nokkru bera. Liðu svo nokkur ár. Þá urðu umskipti nokkur í lífi mínu, háskólanám var hafið, og um leið flutt suður yfir heiðar. Í þessu nýja umhverfi virtist norðlenskur framburður stöðugt koma fólki á óvart, allavega hefur hann jafnoft verðið gerður að umtalsefni síðustu árin og smámælið á æskuárum mínum. En hvorugt smitast yfir í ritað mál svo ég viti. Og mér tekst ekki að analýsera sjálfa mig nógu vel til að gera mér grein fyrir því hvernig ég tala (og hvernig ég skrifa þar af leiðandi, samkvæmt Hirti). Á ég að vera í tilvistarkreppu núna?!
P.S. Umfjöllun um Bráðavaktina bíður betri tíma.
P.P.S. Nú er loksins aftur komið kommentakerfi hérna á síðuna.
P.S. Umfjöllun um Bráðavaktina bíður betri tíma.
P.P.S. Nú er loksins aftur komið kommentakerfi hérna á síðuna.
föstudagur, 22. nóvember 2002
Tímaskynið virðist vera í rúst hjá mér. Ekki nóg með að mér finnist alltaf vera föstudagur eins og fram hefur komið heldur er ég líka komin á það stig að mér finnst næstum allt vera nýskeð. Í fyrradag fór ég til dæmis í klippingu. Reyndar vissi ég alveg að það var orðinn óratími síðan síðast, og ég var búin að vera á leiðinni býsna lengi. En ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að sú staðreynd ég hafði síðast farið í klippingu í nóvember í fyrra þýddi að heilt ár var liðið. Úff! Mér finnst þetta mjög alvarlegt fullorðinseinkenni. Hvað er til ráða?
fimmtudagur, 21. nóvember 2002
Kristbjörn segir að ég haldi að hann vilji skrifa BA-ritgerð um blogg. Hann hefur augljóslega ekki hugsað út í að ýmsu er hægt að halda fram en halda jafnframt allt annað. Eitt lítið atviksorð getur skipt miklu máli! (Meira að segja í bókstaflegum skilningi orðasambandsins „að skipta máli“!)
;)
;)
Kristbjörn langar að skrifa BA-ritgerð í félagsfræði um blogg. Það er góð hugmynd, og ég sé ekki af hverju sú lítilfjörlega staðreynd að hann hefur ekki stundað nám í þeirri grein fram til þessa ætti að koma í veg fyrir að henni verði hrundið í framkvæmd. Legg til að Kristbjörn drífi sig í félagsfræðina hið fyrsta!
miðvikudagur, 20. nóvember 2002
Mæli eindregið með bréfi Uppsalabloggarans til Wittgensteins, og lýsi yfir fullum stuðningi við bréfritara í viðureigninni við leiðbeinandann og konurnar á Skattekontoret og allar aðrar manneskjur sem settar voru í heiminn til að ergja annað fólk og flækja líf þeirra. Annars virðist ferðin á Skattekontoret hafa gengið framar vonum – Þórdís, heldurðu að tæknin sem þú segist vera farin að beita virki líka á Íslandi? Ef svo er væri ég alveg til í að fá námskeið í henni. Ég er næstum því farin að forðast að leita upplýsinga um ýmis praktísk mál, því manneskjur sem ættu að veita öðrum slíkar upplýsingar virðast ótrúlega oft vera tölvur í dulargervi: maður fær ekkert að vita nema maður setji beiðnina fram á hárréttu formi (reglurnar um hið hárrétta form eru þó leyndarmál), og takist manni að komast fram hjá þeirri hindrun er engu svarað nema nákvæmlega því sem spurt var um. Síðar kemur kannski í ljós að maður hefði þurft að vita eitthvað fleira – en gat bara ekki spurt, því maður vissi ekki hvað maður þurfti að vita, og fékk þar af leiðandi ekki að vita neitt, og neyddist þess vegna til að gera sér enn fleiri ferðir en ella á leiðinlegar skrifstofur í ömurlegum erindagjörðum ... Auk þess virðist gagnabankinn í þessum manntölvum ekki endilega samtengdur, því spyrji maður tvær er engan veginn sjálfgefið að maður fái sömu svör.
Almáttugur, hvað ég er bitur í dag!!! Er ekki einu sinni komin að leiðbeinandamálunum. Þórdís, auðvitað áttu að taka meira mark á sjálfri þér en leiðbeinandanum. Æ, æ, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess að ég þurfi einhvern tíma að finna mér einhvern leiðbeinanda – þ.e. ef mér tekst einhvern tíma að komast að því um hvað mig langar að skrifa MA-ritgerð. Kannski ég ætti að reyna að beita Wittgenstein-aðferðinni. Er kannski ekki alveg nógu spennt fyrir fjallakofa í afskekktum dal í Noregi, en gæti kannski fundið eitthvert tilbrigði við stefið. Verst að ég þyrfti sennilega að fá mér tímavél í leiðinni.
Almáttugur, hvað ég er bitur í dag!!! Er ekki einu sinni komin að leiðbeinandamálunum. Þórdís, auðvitað áttu að taka meira mark á sjálfri þér en leiðbeinandanum. Æ, æ, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess að ég þurfi einhvern tíma að finna mér einhvern leiðbeinanda – þ.e. ef mér tekst einhvern tíma að komast að því um hvað mig langar að skrifa MA-ritgerð. Kannski ég ætti að reyna að beita Wittgenstein-aðferðinni. Er kannski ekki alveg nógu spennt fyrir fjallakofa í afskekktum dal í Noregi, en gæti kannski fundið eitthvert tilbrigði við stefið. Verst að ég þyrfti sennilega að fá mér tímavél í leiðinni.
Af annars konar lögum: Þegar ég frétti að Madonna myndi syngja titillagið í nýju Bond-myndinni varð ég óheyrilega glöð. En nú er ég búin að heyra lagið og finnst það fullkomlega misheppnað. Eins gott að sama máli gegni ekki um myndina.
Í lagasafninu má rekast á ýmislegt skrýtið og skemmtilegt, til dæmis var ég að komast að því að í gildi eru lög um ostrurækt sem voru sett árið 1939! Alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt! Meðal fleiri skemmtilegra lagaheit eru lög um köfun, nr. 31/1996, og lög um áveitu á Flóann, nr. 68/1917. Lagasafnið í stafrófsröð er annars að finna hér, vanti einhvern eitthvað að lesa.
þriðjudagur, 19. nóvember 2002
Gat engan veginn ákveðið hvort ég ætti að fara á danska mynd í bíó eða horfa á Bond á vídeói, þannig að ég gerði einfaldlega hvort tveggja. Fór í bíó klukkan sex og kom svo við á vídeóleigu á leiðinni heim. Fannst þetta fyrst „alveg brilljant lausn“, en kannski hefði ég betur gert eitthvað annað, eftir á að hyggja. Þótt það væri gaman að heyra dönsku olli myndin sem ég sá í bíóinu nefnilega vonbrigðum. Sú hét Anja & Viktor og fjallaði um samnefnd skötuhjú sem voru par við upphaf myndarinnar, síðan kom hitt og þetta uppá, en að lokum náðu þau aftur saman. Sem meikaði alls engan sens, þar sem maður sá ekki að þau ættu saman að neinu leyti. Nema reyndar voru þau bæði heimsk og leiðinleg. Það áttu þau vissulega sameiginlegt. En það hefði samt verið til mikilla bóta að klippa nokkrar mínútur aftan af myndinni. Og hverjum datt í hug að nota slow motion þegar Viktor hljóp til móts við Önju þegar hún birtist í flugstöðvardyrunum (eftir að hafa hætt við að fara í burtu)?! Æi. Það á ekki að gera manni þetta.
Þetta virðist vera dagur illa valinna kvikmynda hjá mér. Á vídeóleigunni tók ég Diamonds are forever. Það voru mistök, sem sést kannski best af því að vídeóið mitt ákvað að hafa sjálfstæðan vilja og reyna að hafna spólunni – í miðri mynd stoppaði tækið semsé af sjálfsdáðum og ældi henni út úr sér. Merkilegt. Ég kom ekki nálægt einum einasta takka á tækinu sjálfu eða fjarstýringunni, og sé því enga aðra skýringu en þá að tækinu hafi ekki líkað myndin. Enda horfði ég á From Russia with Love í gær, sem er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds-Bond-myndirnar mínar, ef ekki í efsta sæti, þannig að samanburðurinn var „demöntunum“ mjög óhagstæður. Þetta hlýtur að vera langsamlega versta Connery-Bond-myndin, enda var Connery eiginlega hættur þegar hér var komið sögu og George Lazenby búinn að leika Bond í fyrsta og síðasta sinn. Connery hefði betur sagt „never again“ og staðið við það
Kannski ég láti sjónvarpið um að hafa ofan af fyrir mér annað kvöld. Þótt ég hafi margt við Bráðavaktina að athuga í vetur er ennþá fjarri því að ég geti hugsað mér að missa úr þátt. Það hafa áður komið djúpar lægðir í Bráðavaktinni þannig að ég held enn í vonina um að gallarnir á þessari seríu séu tímabundið klúður.
Þetta virðist vera dagur illa valinna kvikmynda hjá mér. Á vídeóleigunni tók ég Diamonds are forever. Það voru mistök, sem sést kannski best af því að vídeóið mitt ákvað að hafa sjálfstæðan vilja og reyna að hafna spólunni – í miðri mynd stoppaði tækið semsé af sjálfsdáðum og ældi henni út úr sér. Merkilegt. Ég kom ekki nálægt einum einasta takka á tækinu sjálfu eða fjarstýringunni, og sé því enga aðra skýringu en þá að tækinu hafi ekki líkað myndin. Enda horfði ég á From Russia with Love í gær, sem er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds-Bond-myndirnar mínar, ef ekki í efsta sæti, þannig að samanburðurinn var „demöntunum“ mjög óhagstæður. Þetta hlýtur að vera langsamlega versta Connery-Bond-myndin, enda var Connery eiginlega hættur þegar hér var komið sögu og George Lazenby búinn að leika Bond í fyrsta og síðasta sinn. Connery hefði betur sagt „never again“ og staðið við það
Kannski ég láti sjónvarpið um að hafa ofan af fyrir mér annað kvöld. Þótt ég hafi margt við Bráðavaktina að athuga í vetur er ennþá fjarri því að ég geti hugsað mér að missa úr þátt. Það hafa áður komið djúpar lægðir í Bráðavaktinni þannig að ég held enn í vonina um að gallarnir á þessari seríu séu tímabundið klúður.
Ég hlakka svooooo til þegar James Bond kemur í bíó. (Og Harry Potter. Og Hringadróttinssaga. Af hverju gerist alltaf allt í einu (eða næstum því)?) Horfði á eina gamla Bond-mynd í gær og aðra fyrir örfáum dögum til að hita upp fyrir nýju myndina, og nú er spurningin: Á ég að fara einu sinni enn út á vídeóleigu í kvöld og ná mér í Bond, eða á ég að drífa mig í bíó, á einhverja af dönsku myndunum í Regnboganum? Það er úr vöndu að ráða.
mánudagur, 18. nóvember 2002
laugardagur, 16. nóvember 2002
föstudagur, 15. nóvember 2002
Stefán er búinn að ljóstra upp um rafmagnsleysisáformin miklu! Það verður greinilega að skipta yfir í plan B. Annars er merkileg tilviljun að þegar ég sá þessi skrif hans var ég nýkomin úr hádegismat, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en það markverða er þetta: Einhverra hluta vegna hafði Laxárdeilan borist í tal, einkum ákveðinn atburður sem gerðist í ágúst 1970, semsé þegar stíflan í Miðkvísl var sprengd. Þar var margt fólk að verki, en sennilega fátt sem ég hef engin ættartengsl við. Látið verður ósagt hvort af því megi draga einhverja ályktun um framtíðina, sjálfa mig og rafmagnstengd efni.
Lengi hefur staðið til að fjölga á tenglalistanum. Kristbjörn skrifaði mér fyrir fjöldamörgum vikum og kvartaði yfir því að vera ekki þar – fyrirgefðu, Kristbjörn, ég veit að það er ljótt að skilja útundan! Það var ekki viljandi og lengi hafa úrbætur verið í vændum. Þær hafa vissulega dregist úr hömlu, en nú hefur Kristbirni loksins verið bætt þarna við ásamt fleiri góðum mönnum. Ég hef samt ábyggilega gleymt einhverjum, en úr því verður þá bara bætt síðar
Ég fiktaði líka agnarlítið í templeitinu, en ekki nógu mikið. Ég ætlaði nefnilega að víxla dálkunum, þannig að bloggið sjálft yrði vinstra megin og tengladálkurinn hægra megin, en það mistókst fullkomlega; tenglarnir lentu alltaf fyrir neðan. Það var ég ekki ánægð með. Þeir sem geta frætt mig um hvað klikkaði mega alveg senda mér póst
Ég fiktaði líka agnarlítið í templeitinu, en ekki nógu mikið. Ég ætlaði nefnilega að víxla dálkunum, þannig að bloggið sjálft yrði vinstra megin og tengladálkurinn hægra megin, en það mistókst fullkomlega; tenglarnir lentu alltaf fyrir neðan. Það var ég ekki ánægð með. Þeir sem geta frætt mig um hvað klikkaði mega alveg senda mér póst
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)